Kevin de Bruyne, miðjumaður Man City, mun yfirgefa félagið í sumar þegar samningurinn hans rennur út.
De Bruyne hefur átt stórkostlegan feril með liðinu undanfarin tíu ár en kollegi hans, Ilkay Gundogan, segir belgíska miðjumanninn vera sá besti.
De Bruyne hefur átt stórkostlegan feril með liðinu undanfarin tíu ár en kollegi hans, Ilkay Gundogan, segir belgíska miðjumanninn vera sá besti.
„Það er ekki hægt að fylla skarðið sem hann skilur eftir sig. Það kemur enginn inn og tekur við af honum, auðvitað verður þetta leyst einhvern vegin, félaginu tekst alltaf að gera það," sagði Gundogan.
„Hann hefur gert ótrúlega hluti fyrir þetta félag. Það er enginn betri en De Bruyne í sögu félagsins. Það hefur verið mér mikil ánægja að deila vellinum með honum svona lengi."
Athugasemdir