Al-Ahli 3 - 0 Buriram
1-0 Riyad Mahrez ('4)
2-0 Galeno ('6)
3-0 Roberto Firmino ('30)
1-0 Riyad Mahrez ('4)
2-0 Galeno ('6)
3-0 Roberto Firmino ('30)
Stjörnum prýtt lið Al-Ahli lenti ekki í vandræðum gegn taílenska liðinu Buriram er liðin mættust í 8-liða úrslitum asísku Meistaradeildarinnar.
Al-Ahli gerði út um viðureignina á fyrsta hálftíma leiksins þar sem Roberto Firmino lagði fyrsta markið upp fyrir Riyad Mahrez, skömmu áður en Galeno tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Roger Ibanez.
Firmino skoraði svo sjálfur eftir stoðsendingu frá Merih Demiral og urðu lokatölur 3-0.
Asíska Meistaradeildin virkar þannig að liðin spila tvo leiki, heima og úti, í 16-liða úrslitum en eftir það fer úrslitakeppnin fram í Jeddah, Sádi-Arabíu.
8-liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í Jeddah næstu vikuna, þar sem úrslitaleikurinn sjálfur er á dagskrá 3. maí.
Al-Ahli mætir Al-Hilal í spennandi undanúrslitaleik.
Al-Ahli: Mendy, Majrashi, Demiral, Ibanez, Alioski, Al-Johani, Kessie, Mahrez, Galeno, Firmino, Toney
Varamenn: Alexsander, Gabri Veiga, Dams
Athugasemdir