Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikar kvenna: Völsungur skoraði sjö - Grunnskólastelpur í aðalhlutverki
Kvenaboltinn
Mynd: Völsungur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Einherji 0 - 7 Völsungur
0-1 Auður Ósk Kristjánsdóttir
0-2 Ísabella Anna Kjartansdóttir
0-3 Alba Closa Tarres
0-4 Auður Ósk Kristjánsdóttir
0-5 Hildur Arna Ágústsdóttir
0-6 Rakel Hólmgeirsdóttir
0-7 Ísabella Anna Kjartansdóttir

Einherji tók á móti Völsungi í fyrsta leik í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna og var staðan 0-1 í leikhlé.

Gestirnir frá Húsavík skiptu um gír í síðari hálfleik og bættu sex mörkum við leikinn til að sigra 0-7.

Auður Ósk Kristjánsdóttir og Ísabella Anna Kjartansdóttir voru atkvæðamestar með tvennu hvor, en þær eru báðar fæddar 2011 og því á fjórtánda aldursári.

Völsungur tryggir sér farmiða í 16-liða úrslit bikarsins með þessum sigri.
Athugasemdir
banner
banner