Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. maí 2020 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Fjölnir og HK skildu jöfn - Grindavík vann ÍR
Atli Gunnar Guðmundsson ver vítaspyrnuna frá Atla Arnarsyni
Atli Gunnar Guðmundsson ver vítaspyrnuna frá Atla Arnarsyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensku félögin fagna því að mega byrja að spila leiki að nýju en Fjölnir og HK gerðu 1-1 jafntefli á Extra-vellinum í Grafarvogi í kvöld.

Það var vel mætt á Extra-völlinn á þessum fína þriðjudegi. Það var grillað ofan í mannskapinn og var vel mætt.

HK-ingar fengu vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum en Atli Gunnar Guðmundsson varði frá Atla Arnarsyni. Staðan í hálfleik var markalaus en í þeim síðari tókst HK-ingum að brjóta ísinn.

Arnþór Ari Atlason gerði mark HK áður en Hallvarður Óskar Sigurðarson jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu. Lokatölur 1-1 í Grafarvogi.

Grindavík lagði þá ÍR 2-0. Guðmundur Magnússon kom Grindvíkingum yfir á 43. mínútu áður en Dagur Hammer tvöfaldaði forystuna á 80. mínútu og þar við sat.

Úrslit og markaskorarar:

Grindavík 2 - 0 ÍR
1-0 Gummi Magg ('43 )
2-0 Dagur Hammer ('80 )

Fjölnir 1-1 HK
0-1 Arnþór Ari Atlason
1-1 Hallvarður Óskar Sigurðarson ('víti )
Athugasemdir
banner
banner
banner