Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Berglind Rós Ágústsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lára Kristín Pedersen.
Lára Kristín Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Berglind Hrund Jónasdóttir.
Berglind Hrund Jónasdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gekk í raðir KR eftir tímabil með Þór/KA síðasta sumar. Hún fór norður að láni frá sænska félaginu Kristianstad. Þórdís kom fyrst við sögu árið 2009 með Breiðabliki og lék með liðinu út tímabilið 2013.

Þá fór hún til Alta í sænsku B-deildinni en kom heim til Íslands og gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2016. Hún á að baki tvo A-landsliðsleiki og hefur skorað 23 mörk í 102 leikjum í efstu deild á Íslandi. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Gælunafn: Þau eru nokkur gælunöfnin, en Sósi er búið að vera lengst. Stundum er hent í Þodda og Dísa líka.

Aldur: 27 ára á árinu, það eru hinsvegar skiptar skoðanir á því hvort það passi..

Hjúskaparstaða: Ekki í sambandi.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Árið 2009 með Breiðablik. Var þá 15 ára og var hent inná í framlengdum bikarúslitaleik á móti Val. Ætla ekkert að nefna hvernig sá leikur endaði.

Uppáhalds drykkur: Kristall í dós.

Uppáhalds matsölustaður: Gott er í miklu uppáhaldi.

Hvernig bíl áttu: Er nokkuð viss um að þetta sé Kia.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er lítið í því að horfa á þætti, en allavega ekki Friends.

Uppáhalds tónlistarmaður: Beyonce er flott.

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann getur verið fyndinn.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, daimkurl, tromp og oreo.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "ertu búin að hlusta á það þetta lag er með szk" frá 9 ára litla bróður mínum sem sendi mér Corona lagið.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Mögulega Keflavík.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Pernille Harder er ágæt.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þeir eru nokkrir mjög góðir í gegnum árin. En comboið Óli og Elli kenndu mér margt. Einnig er Kalli einn sá besti sem ég hef haft.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Berglind Rós í Fylki verð ég að segja!

Sætasti sigurinn: Ekkert einn leikur en Íslandsmeistaratitillinn í heild sinni árið 2016 er sætasti sigurinn!

Mestu vonbrigðin: Á sama tíma og tímabilið 2016 var eitt það besta þá voru mestu vonbrigðin að slíta krossband þegar 4 leikir voru eftir af tímabilinu og svo líka tapa bikarúrslitum árið 2018.

Uppáhalds lið í enska: Fylgist ekki með enska heldur bara spænska boltanum þannig Barcelona. Annars væri það Liverpool.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi velja mína tuðuvinkonu hana Öddu Baldurs! Svo fengi ég bónusleikmann með og það væri Berglind Hrund.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Alma Mathiesen.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Alex Þór Hauksson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Hlíf Hauksdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi og Megan Rapinoe.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Lára Kristín er lúmsk. Svo held ég að Karólína Jack sé rosaleg.

Uppáhalds staður á Íslandi: Hafnarfjörðurinn og Stykkishólmur.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég fæ háan bolta rétt fyrir utan teig og ætla að skalla hann á Öddu sem var að komast ein í gegn, nema hvað að ég er mögulega lélegasti skallamaður deildarinnar og hitti hann svona "illa"! Adda byrjar að hrauna yfir mig að ég ætti ekki að loka augaunum og beygja mig þegar ég skalla boltann. Svo allt í einu byrja allir að fagna þá var eh snúningur á þessum amazing skalla og markmaðurinn misreiknaði hann og ég skoraði úr skallanum! Adda er ennþá að tuða í mér að ég náði ekki að skalla hana eina í gegn.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Legg símann frá mér

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolti og smá af körfubolta þó svo að ég kunni ekki reglurnar þar.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var lélegust í handmennt og stærðfræði.

Vandræðalegasta augnablik: Kannski ekkert vandræðalegasta augnablikið en hef óþægilega oft verið að reyna peppa liðið í leik og segja nafnið á liðinu sem ég spilaði í áður.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ef ég ætti að velja úr KR þá væru það Lára Kristín til að hlusta á mig tala, Gummu því hún myndi alltaf redda okkur mat og Önu Cate til að halda okkur í formi! Kristín Erna væri laumufarþegi til að hafa tanfélaga.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Það er jafn sturlað hvað ég er búin að spila með mörgum liðum sem meistaraflokksleikmaður og hversu gömul ég er..

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Núverandi samherji þá verð ég að segja Þórunn J! Fótboltaleg geta á öðru leveli, og einstakur liðsfélagi!

Hverju laugstu síðast: Einhverju mjög ómerkilegu! Var með vinkonum mínum og sagðist þurfa fara snemma að sofa útaf vinnu en fór svo eitthvað að snáðast.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Fáránlega leiðinlegt að hita upp.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Dagarnir hafa lítið breyst þar sem minn vinnutími hefur ekkert breyst í Covid, þannig minn er dagur er að vinna og æfa sjálf eftir prógrammi frá þjálfaranum.

Þú getur keypt Þórdísi í Draumaliðsdeild 50skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner