Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. maí 2020 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær um Ighalo: Við þurfum að bíða og sjá
Odion Ighalo
Odion Ighalo
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, heldur í vonina um að félagið nái að halda Odion Ighalo en hann á að snúa aftur til Kína í næstu viku.

Man Utd fékk Ighalo á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua í janúar.

Frammistaða Ighalo hefur verið til fyrirmyndar en hann hefur gert fjögur mörk og lagt upp eitt í átta leikjum með liðinu.

Lánssamningur hans á að renna út á mánudaginn og eins og staðan er í dag þá mun hann snúa aftur til Kína en Solskjær heldur þó í vonina um að það náist samkomulagi við Shenhua.

„Lánssamningur var út maí svo auðvitað á hann að snúa aftur til Kína. Við erum að ræða saman. Félagið hans hefur verið frábært í öllu þessu ferli með því að leyfa honum að upplifa drauminn," sagði Solskjær við MUTV.

„Þetta er hans draumur og vonandi getur hann klárað það sem hann byrjaði á og unnið bikar með okkur. Það er ekkert samkomulag í höfn og deildin hjá þeim hefst bráðlega en við þurfum bara að bíða og sjá," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner