Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 26. maí 2020 13:18
Magnús Már Einarsson
Vilja að leikmenn á Íslandi fagni mörkum án snertingar
KSÍ mælir með að leikmenn og starfsmenn fagni mörkum án snertingar.
KSÍ mælir með að leikmenn og starfsmenn fagni mörkum án snertingar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KSÍ gefur út leiðbeiningar vegna framkvæmdar knattspyrnuleikja í meistaraflokkum vegna sóttvarnaraðgerða heilbrigðisyfirvalda og almannavarna.

Markmið leiðbeininganna er að lágmarka áhættuna á að leikmenn, starfsmenn liða, starfsmenn félaga og aðrir þátttakendur leiksins smitist af COVID-19, og gilda þar til annað verður ákveðið.

Meðal annars er mælt með að leikmenn og starfsmenn fagna mörkum í leikjum án snertingar.

Ýmsar almennar aðgerðir sem mælt er með
- Handspritt sé aðgengilegt á öllum stöðum þar sem leikmenn, starfsmenn liða og starfsmenn leiks koma.
- Heimalið sótthreinsi búningsklefa vel áður en gestalið og dómarar mæta til leiks, sem og eftir leik.
- Heimalið sér ekki um neinar veitingar fyrir gestalið, dómara, fjölmiðla eða starfsmenn leiks.
- Sótthreinsun á sjúkrabörum fyrir leik og eftir notkun.
- Starfsmaður heimaliðs sér um að koma sjúkrabörum á þann stað þar sem þær eiga að vera á meðan á leik stendur.
- Heimalið sér um að sótthreinsa bolta fyrir leik, í hálfleik og eftir leik.
- Umsjónarmaður boltakrakka sér um að sótthreinsa hendur boltakrakka fyrir leik, í hálfleik, eftir leik og meðan á leik stendur eins og aðstæður leyfa.
- Leikmenn og starfsmenn fagna mörkum án snertingar.
- Leikmenn, starfsmenn liða og aðrir láti af þeim ósið að hrækja á leikflötinn og markmenn ættu ekki að hrækja í hanskana sína.
- Ekki verði notast við lukkukrakka fyrir leiki.
- Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir heilsast ekki með handabandi fyrir leiki eða eftir leik.

Dómarar og eftirlitsmenn
- Dómarar koma með veitingar eftir sínum þörfum með sér.
- Eftirlitsmaður fær aðstöðu í stúku eins og venja er. Eftirlitsmaður fer ekki inn á tæknisvæði á meðan á takmörkunum stendur.
- Heimalið sér um að sótthreinsa skiptispjöld fyrir leik og skila þeim á þann stað þar sem dómarar taka við þeim.
- Eingöngu fjórði dómari meðhöndlar skiptispjöld á meðan á leik stendur.
- Skiptimiðar verða ekki notaðir á meðan takmarkanir eru í gildi.

KSÍ hvetur alla sem koma að framkvæmd knattspyrnuleikja til að temja sér þessar aðgerðir sérstaklega
-Handþvottur og sótthreinsun.
-Regluleg sótthreinsun snertifleta.
-Fækka snertiflötum eins og hægt er (t.d. hafa hurðir opnar, öll ljós kveikt o.s.frv.).
-Nota rakningarapp almannavarna.
-Þau sem finna fyrir minnstu einkennum veikinda ættu að halda sig heima.
-Fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og almannavarna um sóttkví og/eða einangrun.

Nánari upplýsingar á vef KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner