Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 26. maí 2023 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Guðjón Pétur minn lærifaðir þegar ég kem upp í meistaraflokk"
watermark Guðjón Pétur Lýðsson fagnar marki með Grindavík. Með honum á myndinni er Óskar Örn Hauksson.
Guðjón Pétur Lýðsson fagnar marki með Grindavík. Með honum á myndinni er Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var gestur í Tiltalinu hér á Fótbolta.net á dögunum. Þar fór hann yfir feril sinn og svaraði ýmsum áhugaverðum spurningum.

Höskuldur sagði meðal annars frá því í þættinum að Guðjón Pétur Lýðsson hefði haft mikil áhrif á sig þegar hann var ungur leikmaður að koma upp í meistaraflokkinn hjá Breiðabliki; hann segir að Guðjón Pétur hafi verið mikil fyrirmynd fyrir sig.

Þegar hann var spurður út í mestu fyrirmyndina sagði Höskuldur: „Þegar ég var krakki þá var það Beckham þar sem ég er United maður. Svo Ronaldo, Messi og allir þessir. Hérlendis þá var Guðjón Pétur Lýðsson minn lærifaðir þegar ég kem upp í meistaraflokk."

„Hann er einn af mínum betri vinum í dag. Hann hefur oft rétt fyrir sér þegar hann sér í einhverjum - langt á undan öðrum - hvort það sé eitthvað 'potential' eða þannig. Hann hafði trú á mér og hjálpaði mér mikið að fá sjálfstraust; að þora að vera sá leikmaður sem ég var þegar ég kom upp í meistaraflokkinn, að taka menn á og vera smá X-faktor."

„Þegar ég var að brjóta mér leið inn í liðið þá var hann líka að mata mig með beinum hætti. Ég held að hann eigi helminginn af stoðsendingunum á mig, þar til hann fór úr Breiðabliki. Í kringum 19-24 ára reyndist hann mér mjög mikilvægur."

„Ég hef líka alltaf litið mikið upp til Óskars Arnar og Atla Guðna... Í íslenska félagsliðafótboltanum voru það þessir. En Guðjón Pétur hafði mestu áhrifin á mig með beinum hætti."

Guðjón Pétur lék með Breiðabliki frá 2013 til 2015 og svo aftur frá 2019 til 2021. Hann er í dag leikmaður Grindavíkur.
Tiltalið: Höskuldur Gunnlaugsson
Athugasemdir
banner