Fer De Gea til Sádí Arabíu? - Ödegaard var nálægt því að ganga til liðs við Tottenham - Klopp hafnaði þýska landsliðinu
   fös 26. maí 2023 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Fyrstu sigrar Njarðvíkur og ÍA - Selfoss lagði Ægi
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þremur leikjum var að ljúka í Lengjudeildinni en ÍA og Njarðvík unnu sína fyrstu leiki í deildinni í sumar.


Nýliðar Njarðvík fengu Þrótt í heimsókn en Oliver Kelaart skoraði tvö mörk í 3-1 sigri. 

Selfoss heimsótti nýliða Ægis í Þorlákshöfn í dag og náðu forystunni en Hrovje Tokic fyrrum leikmaður Selfoss jafnaði metin. Staðan var jöfn allt fram á 82. mínútu þegar Guðmundur Tyrfingsson kom Selfossi yfir.

Undir lok leiksins gerði svo Gary Martin út um leikinn.

Leiknismenn fengu ÍA í heimsókn í síðasta leiknum en Leiknismenn eru særðir eftir tvo tapleiki í röð gegn Þór og ÍA hafði ekki unnið leik í deildinni fyrir leik kvöldsins.

Gísli Laxdal kom ÍA yfir strax á 4. mínútu en Omar Sowe jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

ÍA gerði út um leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik og Sowe skoraði sárabótamark á lokasekúndum leiksins.

Leiknir R. 2 - 3 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson ('4 )
1-1 Omar Sowe ('45 )
1-2 Viktor Jónsson ('54 )
1-3 Johannes Björn Vall ('79 )
2-3 Omar Sowe ('96 )
Lestu um leikinn

Njarðvík 3 - 1 Þróttur R.
1-0 Oliver James Kelaart Torres ('27 )
2-0 Rafael Alexandre Romao Victor ('30 , víti)
2-1 Ágúst Karel Magnússon ('40 )
3-1 Oliver James Kelaart Torres ('61 )
Lestu um leikinn

Ægir 1 - 3 Selfoss
0-1 Þorsteinn Aron Antonsson ('3 )
1-1 Hrvoje Tokic ('13 )
1-2 Guðmundur Tyrfingsson ('82 )
1-3 Gary John Martin ('89 )
Lestu um leikinn


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 22 15 4 3 54 - 31 +23 49
2.    Afturelding 22 13 4 5 60 - 33 +27 43
3.    Fjölnir 22 12 6 4 55 - 32 +23 42
4.    Vestri 22 11 6 5 37 - 26 +11 39
5.    Leiknir R. 22 11 2 9 47 - 37 +10 35
6.    Grindavík 22 8 4 10 27 - 38 -11 28
7.    Þór 22 8 3 11 27 - 39 -12 27
8.    Þróttur R. 22 7 5 10 45 - 46 -1 26
9.    Grótta 22 6 8 8 34 - 37 -3 26
10.    Njarðvík 22 6 5 11 36 - 47 -11 23
11.    Selfoss 22 7 2 13 37 - 49 -12 23
12.    Ægir 22 2 3 17 23 - 67 -44 9
Athugasemdir
banner