Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 26. maí 2024 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Real Sociedad keypti ekki Tierney - Tvö ár eftir af samningi
Mynd: Real Sociedad
Skoski vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney snýr aftur til Arsenal eftir að hafa leikið á láni hjá Real Sociedad í eitt tímabil, en hann virðist ekki eiga sér framtíð hjá úrvalsdeildarfélaginu öfluga.

Tierney er 26 ára gamall og spilaði 124 leiki á fjórum árum hjá Arsenal áður en hann var lánaður til Real Sociedad í fyrra.

Tierney hefur ekki áhuga á að snúa aftur til Arsenal til að vera varaskeifa og er að vinna hörðum höndum að því að finna sér nýtt félag.

Bakvörðurinn tók þátt í 25 leikjum með Sociedad á tímabilinu og stóð sig sæmilega. Hann hefði spilað fleiri ef ekki vegna meiðslavandræða en Sociedad er þó ekki reiðubúið til að festa kaup á honum.

Tierney er uppalinn hjá Celtic og á 43 landsleiki að baki fyrir Skotland.

Arsenal er talið vilja 20 milljón pund fyrir Tierney en gæti þurft að lækka verðmiðann um nokkrar milljónir til að selja hann.
Athugasemdir
banner
banner