Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Real Sociedad keypti ekki Tierney - Tvö ár eftir af samningi
Mynd: Real Sociedad
Skoski vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney snýr aftur til Arsenal eftir að hafa leikið á láni hjá Real Sociedad í eitt tímabil, en hann virðist ekki eiga sér framtíð hjá úrvalsdeildarfélaginu öfluga.

Tierney er 26 ára gamall og spilaði 124 leiki á fjórum árum hjá Arsenal áður en hann var lánaður til Real Sociedad í fyrra.

Tierney hefur ekki áhuga á að snúa aftur til Arsenal til að vera varaskeifa og er að vinna hörðum höndum að því að finna sér nýtt félag.

Bakvörðurinn tók þátt í 25 leikjum með Sociedad á tímabilinu og stóð sig sæmilega. Hann hefði spilað fleiri ef ekki vegna meiðslavandræða en Sociedad er þó ekki reiðubúið til að festa kaup á honum.

Tierney er uppalinn hjá Celtic og á 43 landsleiki að baki fyrir Skotland.

Arsenal er talið vilja 20 milljón pund fyrir Tierney en gæti þurft að lækka verðmiðann um nokkrar milljónir til að selja hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner