Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 26. júní 2020 12:39
Elvar Geir Magnússon
Yfir 200 manns þurfa að fara í sóttkví eftir smit leikmannsins
Mynd sem var tekin á leik Breiðabliks og KR.
Mynd sem var tekin á leik Breiðabliks og KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Er þetta fyrsta innanlandssmitið síðan um miðjan maí. Áætlað er að yfir 200 manns þurfi að fara í sóttkví. Unnið er að smitrakningu og er málið meðhöndlað sem hugsanleg hópsýking á höfuðborgarsvæðinu," segir í tilkynningu frá Almannavörnum.

Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks greindist með kórónaveiruna og ljóst að fjölmargir þurfa að fara í sóttkví.

Fimmtán starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru nú í sjálfskipaðri sóttkví eftir að starfsmaður í ráðuneytinu greindist með veiruna. Mbl.is segir að starfsmaðurinn hafi smit­ast eft­ir sam­skipti við fótboltakonuna.

Hún spilaði með Breiðabliki í 6-0 sigri gegn KR í Pepsi Max-deildinni á dögunum en leikmenn beggja liða ásamt þjálfara og starfsmanna eru í sóttkví.

Búið er að fresta alls fimm leikjum eftir smitið.

Fótbolti.net hefur heyrt af því að einhverjir leikmenn úr öðrum liðum í Pepsi Max-deild kvenna þurfi að fara í sóttkví vegna málsins.

Aðstoðardómararnir ekki í sóttkví
KSÍ hefur fengið staðfest að Almannavarnir hafi aflétt sóttkví aðstoðardómaranna í leik Breiðabliks og KR. Mál dómara leiksins er í skoðun en Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn.

„KSÍ minnir alla á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum og tilmælum KSÍ um sóttvarnir," segir í tilkynningu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner