Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. júní 2020 11:06
Elvar Geir Magnússon
Búið að fresta fjórum leikjum útaf smitinu
Mynd sem var tekin á Breiðablik - KR.
Mynd sem var tekin á Breiðablik - KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórum leikjum í Pepsi Max-deild kvenna hefur verið frestað þar sem leikmaður Breiðabliks greindist með Covid-19.

Breiðablik vann 6-0 sigur á KR á dögunum og eru leikmenn beggja liða, auk þjálfara og starfsmanna, í sóttkví.

Búið er að fresta leik Þróttar og Breiðabliks sem átti að vera á þriðjudaginn og einnig leik KR og FH sem átti að vera á miðvikudaginn.

Þá hefur leikjum Breiðabliks og KR í umferðinni þar á eftir (Breiðablik Þór/KA og Selfoss - KR) einnig verið frestað.

Einnig er búið að fresta leik Augnablik og Völsungs í Lengjudeild kvenna vegna málsins en leikurinn átti að vera í kvöld. Augnablik er varalið Breiðabliks.

KSÍ er að vinna í áætlun vegna málsins. Verið er að skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er.
Athugasemdir
banner
banner
banner