Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júlí 2021 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeild kvenna: Grindavík úr fallsæti, stórsigur FH og Víkingur lagði Hauka
FH skoraði sjö í kvöld.
FH skoraði sjö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Erna skoraði seinna mark Víkings
Kristín Erna skoraði seinna mark Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Elísabet skoraði tvö fyrir Aftureldingu
Guðrún Elísabet skoraði tvö fyrir Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjóir leikir fóru fram í Lenjugdeild kvenna í kvöld. Víkingur, Afturelding, Grindavík og FH unnu sigra í sínum leikjum.

FH vann stórisigur á heimavelli gegn Augnabliki, þær Sigríður Lára og Elísa Lana skoruðu tvö mörk fyrir FH í leiknum. Grindavík lagði Gróttu 3-1 í Grindavík, Christabel Oduro skoraði öll þrjú mörk Grindavíkur. Afturelding vann 0-2 útisigur á HK þar sem Guðrún Elísabet skoraði bæði mörkin og loks vann Víkingur 2-0 heimasigur gegn Haukum.

Það voru þær Hulda Ösp og Kristín Erna sem skoruðu mörk Víkings. „Unnbjörg með boltann á fleygiferð í átt að markinu, finnur Huldu Ösp á vítateigslínunni, Hulda leggur hann fyrir sig og setur hann fallega upp í vinstra hornið!" skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir þegar hún lýsti fyrra marki Víkings í beinni textalýsingu.

Grindavík er með sigrinum komið úr botnsæti deildarinnar og úr fallsæti. FH og Afturelding elta KR í toppbáráttunni, Víkingur og Haukar sigla svo lygnan sjó þar á eftir í 4. og 5. sæti. Augnablik og HK sitja nú í neðstu tveimur sætunum.

Víkingur R. 2 - 0 Haukar
1-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('45 )
2-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('52 )
Lestu um leikinn

HK 0 - 2 Afturelding
0-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
0-2 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir

Grindavík 3 - 1 Grótta
1-0 Christabel Oduro
2-0 Christabel Oduro
2-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir
3-1 Christabel Oduro

FH 7 - 1 Augnablik
1-0 Brittney Lawrence
2-0 Sigríður Lára Garðarsdóttir
2-1 Birta Birgisdóttir
3-1 Hildur María Jónasdóttir
4-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir
5-1 Sigrún Ella Einarsdóttir
6-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir
7-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir.


Christabel Oduro
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner