Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sesko með heiðursmannasamkomulag við Leipzig
Mynd: EPA
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá heiðursmannasamkomulagi sem Benjamin Sesko hefur gert við RB Leipzig.

Leipzig er búið að samþykkja að selja Sesko fyrir um það bil 80 milljónir evra. Þetta heiðursmannasamkomulag gildir bara fyrir ákveðin félög sem Sesko vill fara til.

Newcastle hefur verið orðað sterklega við Sesko síðustu daga eftir að Alexander Isak bað um að vera seldur frá félaginu. Fjölmiðlar telja miklar líkur á því að Newcastle muni kaupa Sesko til að fylla í skarðið fyrir Isak verði Svíinn seldur.

Arsenal og Manchester United eru einnig meðal félaga sem hafa sýnt Sesko áhuga í sumar.
Athugasemdir
banner