Markvörðurinn James Trafford sem hefur leikið með Burnley síðustu árin er að ganga í raðir Manchester City á nýjan leik.
Newcastle hefur lengi verið á eftir Trafford en City fór nýverið að sýna honum aftur áhuga.
Newcastle hefur lengi verið á eftir Trafford en City fór nýverið að sýna honum aftur áhuga.
Man City seldi Trafford til Burnley fyrir 14 milljónir punda árið 2023. Hann spilaði með liðinu í ensku úrvalsdeildinni og var frábær í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, í fyrra.
City kaupir hann núna aftur á 27 milljónir punda og kostar hann því félagið 13 milljónir punda.
Þetta virðist ýta undir það að Ederson sé á förum frá félaginu en hann hefur verið mikið orðaður við Galatasaray í Tyrklandi.
Athugasemdir