Haukar eru búnir að ganga frá félagaskiptum Sigurðs Hrannars Þorsteinssonar úr röðum Kára.
Bæði lið leika í 2. deildinni en Sigurður Hrannar færir sig talsvert upp stöðutöfluna með þessum skiptum. Kári er með 12 stig í fallbaráttu á meðan Haukar eiga 24 stig í toppbaráttu.
Sigurður er fæddur 2000 og býr yfir góðri reynslu úr íslenska boltanum, þar sem hann á til að mynda 24 leiki að baki í efstu deild.
Sigurður hefur leikið fyrir Ægi, ÍA, Völsung og Gróttu á ferlinum og gæti reynst mikilvæg viðbót við þetta Hauka lið sem ætlar upp um deild.
Athugasemdir