Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Myndi gleðja Amorim ef það verða ekki frekari breytingar á hópnum
Jadon Sancho og Marcus Rashford
Jadon Sancho og Marcus Rashford
Mynd: EPA
Alejandro Garnacho, Antony, Jadon Sancho og Tyrell Malacia vilja fara frá Man Utd í sumar en félagið er ekki tilbúið að selja þá fyrir hvaða upphæð sem er.

Ruben Amorim segir að þeir eigi framtíðina fyrir sér hjá Man Utd ef félagið kemst ekki að samkomulagi um kaupverð við önnur félög.

„Það er ekki málið því það eru mismunandi ástæður fyrir því að þeir vilji fara. Sumir leikmenn verða að finna nýjan stað til að eiga tækifæri á að spila reglulega. Aðrir vilja fá nýja áskorun," sagði Amorim.

„Við erum að leyfa þessum leikmönnum að hugsa málið. Ef það endar þannig að þeir verði áfram þá verða þeir hluti af hópnum því þeir eru okkar leikmenn."

„Ég er tilbúinn að taka á móti þeim. Þeir munu fá meiri samkeppni. Ef þeir vilja spila á HM, þurfa þeir að spila. Ég er ánægður því ég mun fá fleiri möguleika. Það er fullkomið fyrir mig ef þeir þurfa að berjast um að fá að spila."

Marcus Rashford er farinn frá félaginu en hann gekk til liðs við Barcelona á láni.
Athugasemdir
banner
banner