Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Bjarki: Það setur vissulega smá aukakrydd í leikinn
Lengjudeildin
Tómas Bjarki Jónsson hefur skorað fimm mörk í þrettán leikjum í sumar.
Tómas Bjarki Jónsson hefur skorað fimm mörk í þrettán leikjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðið er ósigrað í 2. sæti deildarinnar.
Liðið er ósigrað í 2. sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fæddur árið 2003 og kom í Njarðvík fyrir tímabilið 2023.
Fæddur árið 2003 og kom í Njarðvík fyrir tímabilið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst stórleikur í Lengjudeildinni þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn á AutoCenter-völlinn og mæta þar toppliði ÍR. Njarðvík er stigi á eftir toppliðinu þegar 13 umferðir eru búnar af deildinni.

Fótbolti.net ræddi við Tómas Bjarka Jónsson, fyrirliða Njarðvíkur, í aðdraganda leiksins.

Lestu um leikinn: ÍR 2 -  2 Njarðvík

„Leikurinn leggst mjög vel í mig. Við sóttum eitt stig þarna í fyrra í hörkuleik og stefnum á að gera enn betur núna. Toppsætið er undir sem setur vissulega smá aukakrydd í leikinn en mótið er langt og mikið af stigum í pottinum ennþá," segir Tómas Bjarki.

Hvernig metur þú ÍR, hvað hafa þeir gert vel á tímabilinu, hvað þarf helst að varast?

„ÍR-ingar hafa komið mörgum á óvart, eru harðir í horn að taka og gefa sig alla í leikina, ekki síst á heimavelli þar sem þeir hafa unnið fimm af sex leikjum sínum. Þeir hafa verið virkilega seigir í föstum leikatriðum og spila þéttan varnarleik og það verður extra gaman að kljást við þá."

Hvað þurfið þið að gera til að vinna?

„Við þurfum bara að mæta til leiks og vera tilbúnir í orrustuna frá fyrstu mínútu ásamt því að spila „Njarðvíkur fótboltann” sem Gunni hefur verið að drilla síðustu ár." Gunni er þjálfarinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem tók við liðinu seinni hluta mótsins 2023 og hefur náð mjög góðum árangri með liðið.

Hversu mikilvæg er öflug stemning á morgun, má búast við Njarðvíkingum í stúkunni?

„Það er alltaf mikið fjör á AutoCenter-vellinum og ég hvet alla Njarðvíkinga til að mæta á þennan toppslag í grænu og hjálpa okkur að landa sigrinum."

Njarðvík er ósigrað í 2. sæti deildarinnar, með 27 stig úr leikjunum 13. Hvernig metur Tómas Bjarki tímabilið til þessa?

„Tímabilið til þessa hefur verið mjög gott, við vinnum allir sem einn maður og ef við höldum því áfram þá eru okkur allir vegir færir. Ég er sérstaklega ánægður með liðsheildina okkar í sumar og svo er ekki verra að ég hef fundið markaskóna aftur eftir smá markaþurrð síðastliðin ár."

Amin Cosic er farinn til KR, lék síðasta leik sinn með Njarðvík fyrir viku síðan. Þið missið út Amin Cosic sem hefur verið öflugur, hvernig leysið þið það?

„Amin er búinn að vera frábær í sumar fyrir okkur og erum við bæði að missa góðan leikmann en fyrst og fremst frábæra manneskju úr klefanum. En eins og við vitum þá kemur maður í manns stað og við erum með góðan og sterkan hóp og það verða ellefu sem byrja leikinn á móti ÍR," segir fyrirliðinn.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner
banner