Viktor Gyökeres mun fá goðsagnarkennt númer hjá Arsenal þegar hann gengur í raðir félagsins.
Gyökeres er að fara að fljúga til London þar sem hann verður staðfestur sem nýr leikmaður Lundúnafélagsins.
Gyökeres er að fara að fljúga til London þar sem hann verður staðfestur sem nýr leikmaður Lundúnafélagsins.
Ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Gyökeres hafi gert kröfu á það að fá treyju númer 14 hjá Arsenal og hann fái það númer hjá félaginu.
Þetta númer er auðvitað goðsagnarkennt hjá Arsenal en Thierry Henry var lengi með það á bakinu.
Síðasti leikurinn til að vera með þetta númer á bakinu hjá Arsenal var Eddie Nketiah en það er vonandi að það gangi betur hjá Gyökeres með það.
Athugasemdir