Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 13:34
Elvar Geir Magnússon
Wrexham reyndi að fá Eriksen
Mynd: EPA
Hollywood liðið Wrexham gerði metnaðarfulla tilraun til að fá danska landsliðsmiðjumanninn Christian Eriksen, fyrrum leikmann Manchester United, en þetta kemur fram hjá Daily Mail.

Wrexham hefur farið upp um þrjár deildir á þremur árum og er nú mætt í Championship-deildina.

Eriksen er 33 ára og var ánægður með áhuga Wrexham en hefur þó metnað til að halda áfram að spila í efstu deild. Hann yfirgaf United þegar samningur hans við félagið rann út í sumar.

Stjörnuleikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust velska félagið 2021 og liðið hefur verið á hraðferð upp síðan.

Félagið hefur verið metnaðarfullt á leikmannamarkaðnum og meðal annars keypt varnarmanninn Liberato Cacace frá Empoli og fengið Danny Ward markvörð Leicester.
Athugasemdir
banner
banner