Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 11:36
Elvar Geir Magnússon
Son til Los Angeles?
 Son hefur verið hjá Tottenham í áratug.
Son hefur verið hjá Tottenham í áratug.
Mynd: EPA
Bandaríska MLS-félagið Los Angeles FC hefur látið Tottenham vita af áhuga á Suður-kóreska landsliðsmanninum Son Heung-min. Enn hefur ekki komið formlegt tilboð í Son en LAFC virðist vera að undirbúa eitt slíkt.

LAFC fékk markvörðinn Hugo Lloris frá Tottenham í desember 2023 og hefur haft augastað á Son í nokkurn tíma.

Guardian segir að það sé ekki áhugi á Son frá Sádi-Arabíu eins og stendur þó vangaveltur hafi verið um að hann gæti haldið þangað.

Son er á leið í æfingaferð með Tottenham til Asíu þar sem hann mun fara til heimalands síns þar sem hann er óhemju vinsæll. Framtíð hans hjá félaginu er þó í óvissu en hann er 33 ára og á eitt ár eftir af samningi sínum.

Son hefur verið hjá Tottenham í áratug, skorað 173 mörk í 454 leikjum og hjálpaði liðinu að vinna Evrópudeildina á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner