Í gærkvöldi fengu eldri borgarar í Vogum þann heiður að leiða leikmenn Þróttar Vogum inn á völlinn í leik í 2. deildinni.
Það þekkist um allan heim að börn, oft kallaðir lukkukrakkar, leiði leikmenn inn á völlinn en Þróttarar fóru aðra leið fyrir leik liðsins gegn Víði. Þróttarar unnu 2-1.
Það þekkist um allan heim að börn, oft kallaðir lukkukrakkar, leiði leikmenn inn á völlinn en Þróttarar fóru aðra leið fyrir leik liðsins gegn Víði. Þróttarar unnu 2-1.
„Samfélagsleg þátttaka skiptir miklu máli – og að tengja kynslóðirnar saman með þessum hætti. Eldri borgarar og meistaraflokkur Þróttar hafa verið í góðu sambandi frá því að liðið byrjaði að æfa í Vogum," segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar Vogum.
„Samverustund eldri borgara og æfingar meistaraflokks hafa verið á sama tíma í íþróttamiðstöðinni. Ég talaði við þau í vor og lét þau vita að að Þróttur Vogum myndi bjóða eldri borgurum sem heiðusgestum síðar í sumar. Við byrjuðum að skipuleggja og það var einn úr hópi eldri borgara sem fékk þessa frábæru hugmynd að þau myndu leiða leikmenn til leiks."
Athugasemdir