Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Brighton lánar Cashin til Birmingham (Staðfest)
Mynd: Brighton
Eiran Cashin, varnarmaður Brighton, hefur gengið í raðir Birmingham City í Championship-deildinni á eins árs lánssamningi.

Þessi 23 ára leikmaður kom til Brighton frá Derby County og spilaði tvívegis fyrir Brighton í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, segir að Eiran hafi átt öflugt undirbúningstímabil en lánsdvölin gefi honum tækifæri til að spila reglulega og halda áfram að þróast.

„Við munum halda áfram að fylgjast grannt með honum," segir Hurzeler.

Birmingham vann ensku C-deildina og spilar í Championship-deildinni á komandi tímabili.


Athugasemdir
banner
banner