Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Már: Ég var efins en tók svo samtalið við fjölskylduna
'Fyrstu dagarnir hafa verið mjög þægilegir'
'Fyrstu dagarnir hafa verið mjög þægilegir'
Mynd: Meizhou Hakka
'Ég bara veit ekki hvernig ég sé framhaldið, það fer allt eftir hvernig gengur hérna og hvernig mér mun líða'
'Ég bara veit ekki hvernig ég sé framhaldið, það fer allt eftir hvernig gengur hérna og hvernig mér mun líða'
Mynd: Aðsend
'Þau höfðu keyrt í 3-4 klukkutíma bara til að mæta var mér sagt'
'Þau höfðu keyrt í 3-4 klukkutíma bara til að mæta var mér sagt'
Mynd: Aðsend
'Planið mitt var í raun aldrei að vera áfram þannig þetta endaði allt bara vel'
'Planið mitt var í raun aldrei að vera áfram þannig þetta endaði allt bara vel'
Mynd: NAC Breda
„Mér fannst Kína spennandi boð sem ég ákvað að stökkva á," segir Elías Már Ómarsson sem samdi fyrr í þessum mánuði við kínverska félagið Meizhou Hakka. Keflvíkingurinn skrifaði undir eins árs samning við úrvalsdeildarfélagið.

Hann lék sinn fyrsta leik um síðustu helgi, kom inn á í leik sem Meizhou Hakka jafnaði undir lokin og tryggði sér sitt fyrsta stig í langan tíma. Fótbolti.net ræddi við Elías um ákvörðunina að semja við kínverska félagið.

„Það er bara gaman að prófa eitthvað nýtt, smá ævintýri og svo er ég bara kominn á þennan aldur að það er erfiðara að taka skref í stærri klúbb í Evrópu, þannig þetta skref fannst mér vera áhugavert að prófa."

Elías fékk hlýjar móttökur á flugvellinum í aðdraganda skiptanna. „Það var gaman, það voru nokkrir sem mættu eldsnemma að taka á móti mér, þau höfðu keyrt í 3-4 klukkutíma bara til að mæta var mér sagt."

Með herbergi á æfingasvæðinu
Næsti leikur liðsins verður á sunnudag klukkan 12:00 að íslenskum tíma, leikur gegn Shandong Taishan á útivelli. Elías var spurður út í fyrstu dagana og hvort fjölskyldan kæmi með honum til Kína.

„Fyrstu dagarnir hafa verið mjög þægilegir, ég mætti bara og á æfingasvæðinu þá er hver og einn leikmaður með sitt eigið herbergi sem hann má nota eins mikið og hann vill. Æfingasvæðið er mjög stórt hérna og ég bjó fyrstu dagana bara í herberginu, eins og margir leikmenn gera. En ég er kominn með íbúð núna þar sem ég mun búa. Maður er svo á hverjum degi í þessu herbergi á æfingasvæðinu, leikmenn mega gera það sem þeir vilja í því og margir sem kaupa alls konar hluti til að gera herbergið sitt notalegt og heimilislegt."

„Ég er bara einn hérna úti, fjölskyldan mun flytja til Íslands en mun svo koma og heimsækja mig á næsta ári vonandi. Ég kem heim í nóvember og verð í tæpa tvo mánuði með þeim þannig að ég ætti að höndla að vera einn þangað til."


Meizhou Hakka er í 14. sæti í 16 liða deild þar sem neðstu tvö liðin falla. Liðið er sem stendur með fimm stigum meira en liðin í fallsætunum.

„Ég þekki deildina lítið sem ekkert, en markmiðið er bara að halda liðinu uppi. Það hefur ekki gengið vel hingað til hjá þeim þannig vonandi get ég hjálpað eitthvað."

Elías yfirgaf herbúðir NAC Breda í sumar. Var þá á stefnuskránni að fara til Kína?

„Ég var í raun og veru ekki viss hvað myndi gerast eftir að það varð ljóst að ég yrði ekki áfram hjá NAC. Ég var með nokkrar deildir í huga sem ég hafði áhuga á."

Elías var orðaður við Kerala Blasters á Indlandi en segist aldrei hafa heyrt í þeim.

Var efins í fyrstu
Hver voru fyrstu viðbrögð þegar möguleikinn á að fara til Kína kom upp?

„Ég var mjög efins í fyrstu, en svo ræddi ég bara við unnustu mína og við ákváðum að þetta gæti kannski verið gott skref og skemmtilegt ævintýri. Svo talaði ég við pabba og mömmu og fékk þeirra álit."

Í aðdraganda félagaskiptanna var sagt frá því að Elías fengi vel borgað í Kína og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann að margfalda þau laun sem hann var með í Hollandi.

Sér hann fyrir þér að taka eitt ár í Kína og koma svo aftur til Evrópu?

„Ég bara veit ekki hvernig ég sé framhaldið, það fer allt eftir hvernig gengur hérna og hvernig mér mun líða. Núna er ég bara að einbeita mér að þessu og hinu spái ég í seinna þegar að því kemur."

Ætlaði sér að halda annað
Framherjinn átti mjög gott tímabil með NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni, skoraði átta mörk og var markahæstur í liðinu sem var nýliði í deildinni. Elías hafði komið til Hollands í janúar 2023 og var því í tvö og hálft tímabil hjá félaginu. Hann var spurður út í viðskilnaðinn við NAC.

„Viðskilnaðurinn við NAC var bara góður, ég átti í góðu sambandi við þjálfarann, íþróttastjórann og fleiri þarna í klúbbnum."

„NAC vildi gera miklar breytingar og ég veit ekki hvort þeir hefðu getað haldið áfram að borga sömu eða hærri laun þannig það var ekkert meira en það í raun. Planið mitt var í raun aldrei að vera áfram þannig þetta endaði allt bara vel,"
segir Elías.
Athugasemdir
banner
banner