Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 16:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Fjölmargir spá í spilin fyrir toppslaginn
Lengjudeildin
Marc McAusland og Sigurjón Már Markússon mætast í kvöld
Marc McAusland og Sigurjón Már Markússon mætast í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir Haraldsson er mættur aftur í ÍR
Reynir Haraldsson er mættur aftur í ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Oumar Diocuk í kvöld?
Skorar Oumar Diocuk í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
skorar Marc McAusland gegn gömlu félögunum í kvöld?
skorar Marc McAusland gegn gömlu félögunum í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Birgisson vill ekki styggja stuðningsmenn ÍR
Gunnar Birgisson vill ekki styggja stuðningsmenn ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson spáir ÍR sigri
Adam Ægir Pálsson spáir ÍR sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Dominik Radic á skotskónnum?
Verður Dominik Radic á skotskónnum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergvin Fannar Helgason hefur verið að hitna fyrir framan markið
Bergvin Fannar Helgason hefur verið að hitna fyrir framan markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason vill sjá jafntefli
Hjörvar Hafliðason vill sjá jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason hefur trú á sínum mönnum í Njarðvík
Arnór Ingvi Traustason hefur trú á sínum mönnum í Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon spáir jafntefli
Sævar Atli Magnússon spáir jafntefli
Mynd: Brann

ÍR tekur á móti Njarðvík í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á AutoCenter-vellinum í Breiðholti, heimavelli ÍR.

Tvö ólík lið að mætast og því fengum við ríka aðstoð til að spá í spilin fyrir þennan stórslag í kvöld.


Hjörvar Hafliðason - Dr. football:
Sem HK-ingur þá vil ég jafntefli. Þetta er ekta pjúrista leikur. Catenaccio bolti ÍR-inga gegn Njarðvíkingum sem leika óttalausan fótbolta. Tárin leka væntanlega niður í mjóddinni að sjá Reyni Haralds mættan aftur í hvítt og blátt. Ég mæli með að taka þurrkunar með.

Gunnar Hilmar Kristinsson, Bomban:
Bomban spáir að ÍR vinni Njarðvík í kvöld 1-0 þar sem Bergvin Fannar skorar sigurmarkið í fyrri hálfleik! Fyrsta tap Njarðvíkur staðreynd og Guðmundur Marteinn lýsir ósigri fyrir Bombunni á X/twitter

Brynjar Atli Bragason markvörður Breiðabliks:
Leikurinn fer 1-3.
McAusland skorar með skalla úr hornspyrnu í fyrri hálfleik en verður síðan í McVandamálum þegar hann fær gult spjald snemma í leiknum. Radic jafnar fyrir hálfleik og bætir við öðru í seinni hálfleik. Tómas Bjarki klárar síðan leikinn með föstu skoti fyrir utan teig.
Njarðvíkingarnir fara skellihlægjandi heim og vel klæddir því það verður kalt á toppnum

Ísak Máni Wíum körfuboltaþjálfari:
1-0 fyrir ÍR. Spilum okkar fallega og agaða varnarleik (varnarleikinn sem býr leigulaust í hausnum hjá þjálfurum deildarinnar) Kristján Atli skorar á 83 min úr klafsi í teignum eftir hornspyrnu. Öflugasti formaður deildarinnar mætir í jakkafötum og syngur og trallar stiginn 3 heim í byrgið

Pálmi Rafn Arinbjörnsson markvörður Víkinga:
Ég spái að leikurinn fari 1-2. ÍR komast yfir i fyrri en Njarðvík ekki lengi að jafna leikinn eftir fyrirgjöf frá Svavari Erni beint á pönnuna á Dominik. Seint í seinni hálfleik fá Njarðvíkingar vítaspyrnu og tryggja sér öll þrjú stigin — sem þeir taka með sér heim í fallegu Njarðvíkina.

Arnar Þór Valsson fyrrum þjálfari ÍR:
2-1 fyrir ÍR

Arnór Ingvi Traustason leikmaður IFK Nörrköping:
Njarðvík vinnur 3-1

Þorsteinn Tjörvi Sigurðsson, rödd ÍR á Livey:
1-0 ÍR í vil, Marc úr horni

Gunnar Leó Pálsson eigandi Rent-A-Party:
2-0 sigur fyrir ÍR.

Runólfur Trausti Þórhallsson Íþróttafréttamaður Vísi:
1-1, classic.

Adam Sigurðsson, rödd Njarðvíkinga á Livey: 
0-1 Njarðvík.
Sé fyrir mér að það verði svona 368 einvígi í leiknum, stál í stál allar 90+mín. Getur dottið beggja megin en Dominik Radic setur eitt á 87.mín með skalla eftir “Trent-esque” kross frá Svavari Erni. Ekki láta ykkur bregða ef slegið verður spjaldamet í leiknum

Daníel Dagur Ólafsson (DÉDÉ) tónlistarmaður:
3-1 ÍR, Njarðvík nýbúnir að missa sinn besta mann Amin og ÍR ætla sér ekki að tapa stigum á heimavelli aftur eftir HK leikinn.
Bergvin með tvö, Kristján Atli með eitt.
Segi bara takk.

Úlfur Ágúst Björnsson leikmaður FH:
Ég held að þetta verði alvöru barátta og hiti í leiknum, 2 bestu liðin að kljást. Segi að þetta fari 3-2 Njarðvík í vil.
Marc setur hann gegn gömlu félögunum og Bergvin skorar líka fyrir ÍR, en minn maður Oumar Diouck hendir í þrennu með late winner á 87.

Kristján Halldórsson fyrrum fyrirliði ÍR:
Þetta verður solid 2-0 sigur. Bergvin með bæði og Villi heldur markinu hreinu, varnarleikurinn og vinnusemin verður áfram til fyrirmyndar eins og í allt sumar.

Viktor Sigurðsson leikmaður Vals í handbolta:
1-0 ÍR í frekar lokuðum leik. Skallamark frá Sigurði Karli á 63’

Baldvin Már Borgarsson knattspyrnuspekingur og þjálfari:
Óvænt stærsti leikur tímabilsins til þessa, það gat ekki nokkur maður horft yfir leikjaplan Lengjudeildarinnar í byrjun árs og stjörnumerkt 25. júlí í dagatalið hjá sér vegna toppbaráttuslags ÍR og Njarðvíkur, en hér erum við!

Njarðvíkingar munu reyna að pressa ÍR-inga um allan völl og taka stjórnina á leiknum þannig, ÍR-ingar reyna að komast afturfyrir háa varnarlínu Njarðvíkinga svo þetta verður taktísk skák þar sem bæði lið spila upp á sína styrkleika.

Ég sé fyrir mér spennuþrungið andrúmsloft þar sem hvorugt liðið vill tapa og ef að annað liðið kemst yfir snemma gæti það lokað leiknum svolítið en það lið sem er undir eftir 60+ mínútur mun alltaf þurfa að sprengja upp leikinn og reyna að snúa stöðunni við, ég ætla að tippa á 1-2 sigur Njarðvíkinga þar sem gestirnir skora fyrsta markið, heimamenn þurfa að sprengja upp leikinn í seinni, fá á sig annað mark en klóra í bakkann seint sem býr til háspennu og dramatík í lokin.

Sveinbjörn Claessen fyrrum fyrirliði ÍR í körfubolta:
Skemmtilegur og spennandi leikur framundan í kvöld sem endar með sigri okkar ÍR-inga. Erfitt er að rýna í tölulega hlið leiksins og vil ég ekkert segja til um hana. Aftur á móti er morgunljóst að senuþjófurinn verður Reynir Haralds sem hittir á fyrstu þrennuna á sínum ferli, og sennilega þá einu. Skynsömustu menn myndu setja aur sinn á það bett.
Áfram ÍR!

Sigurður Gísli Bond knattspyrnuspekingur og leikmaður ÍH:
Njarðvík vinnur þennan leik 1-2 og senda alvöru skilaboð i toppbaráttuna, 2 rauð spjöld og víti, dramatík af bestu gerð.

Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals:
Þetta endar 1-0 fyrir IR með Marki fra Marc sem sussar stuðningsmenn Njarðvík eftir að hafa kastað honum ut einsog kukableygju, þeir sjá eftir þvi i dag!

Arnar Freyr Guðmundsson handboltaþjálfari:
ÍR-ingar vinna þetta nokkuð sannfærandi 2-0. Marc Mcausland stangar hann í netið eftir hornspyrnu í fyrri. Það verður svo minn maður Guðjón Máni sem innsiglar sigurinn undir lokinn og leyfir okkur Breiðhyltingum að halda áfram að dreyma.

Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta:
Þetta verður rosalegur leikur í kvöld þar sem toppsætið er undir. Njarðvíkingarnir ennþá taplausir og það er ekki að fara breytast. Ég býst samt við alvöru hörku á milli þessara liða en því miður fyrir minn mann Marc McAusland stíga Njarðvíkingar upp í fyrsta leik eftir brotthvarf Amin Cosic. Ég spái 1-2 sigri Njarðvíkur og hef á tilfinningunni að kempan Kenny Hogg leggi upp á Diouck í dramatísku sigurmarki á lokamínútunum

Sævar Atli Magússon leikmaður Brann:
1-1. Risaleikur milli toppliðana en vegna þess að það eru álög á 2 sæti lengjudeildarinnar seinustu ár þá er ég hræddur um að bæði lið verða sátt með stigið. Njarðvíkingar komast yfir en ÍR-ingar jafna þetta á stemmingunni eins og oft áður í sumar

Ungur Mikael, tónlistarmaður:
3-1 IR! Njarðvik byrjar a þvi að skora og IR koma sterkir tilbaka. Bergvin hættir ekki og setur eitt. Mer langar ogeðslega i mark fra kristjani atla. Víðir með banger líka

BóBó Dan, Ghetto Hooligans:
2-0 fyrir ÍR. Eitt úr horni, hitt beint úr aukaspurnu frá Kostic.
Maður leiksins: Alexander Kostic

Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson, Ghetto Hooligans:
Heyrðu, þessi leikur mun fara fjörlega af stað held ég, Það mun vera 1-1 eftir 25 mínútna leik. Ég held að ÍR muni svo gera leikinn 2-1 í kringum 60.- 70. Mínútu og eftir það mun leikurinn gjör breytast! Mun meiri harka, spjöld á loft eins og það sé verið að borga fyrir þau en munu Njarðvík ekki hætta að sækja. En á lokametrunum munu þó Njarðvíkingarnir springa og Ír klárar leikinn á 88. Mínútu. Leikurinn er svo flautaður af eftir 7 mínútur í uppbót og lokastaða 3-1 ÍR í vil. ÍR Diehards verða vitlausir!!

Jóhann Már Helgason knattspyrnuspekingur:
Þessi lið eru ekki mikið í því að tapa leikjum, þess vegna spái ég 1-1 jafntefli þar Njarðvík janfar í uppbótartíma eftir að hafa legið fast á Breiðhyltingum allan seinni hálfleikinn.

Steve Dagskrá hlaðvarp:
ÍR vinnur þetta Macausland er óvænt einn albesti vinur Steve og hans nærvera siglir þessu yfir línuna 2-0

Gunnar Birgisson Íþróttafréttamaður Rúv:
ÍR 2-2 Njarðvík
Hér togast á hinir ýmsu heimar annars vegar er það Gunni frændi með sinn skemmtilega og léttleikandi bolta og svo ÍR sem er verkefni sem ég held ekkert eðlilega mikið með og vil alls ekki styggja stuðningsmannasveitina þeirra. Stórmeistarajafntefli í einum skemmtilegasta leik sumarsins. Ágúst Unnar skorar, það er 100%

Damir Muminovic leikmaður Breiðablik:
Tvö mjög ólík en mjög skemmtileg lið! Njarðvík voru að fá alvöru styrkingu frá Svíþjóð sem á að vera besti leikmaður i deildinni segja einhverjir. En aftur á móti er þetta heimaleikur IR og hafa þeir unnið þá flesta þar. Ég spái þessu 2-1 fyrir i IR i frábærum leik. Sigurmarkið kemur á 90min og það verða 2 rauð spjöld i þessum leik. Reynir Haralds er mættur aftur og skorar sigurmarkið!

Arnór Gauti Ragnarsson leikmaður Aftureldingar:
Ég held að þetta verði alvöru nailbiter í Breiðholtinu! ÍR tekur frumkvæðið og kemst yfir með marki frá Guðjóni Mána hann sýnir enn og aftur hvers megnugur hann er. En þá stígur stórt nafn fram hjá Njarðvík Aron Snær í markinu lokar hreinlega fyrir allt, ver eins og óður maðir og heldur liðinu sínu inni í leiknum. Síðustu tíu mínúturnar tekur Njarðvík völdin. Oumar Diouck jafnar með kraftmiklu marki og svo stígur Valdimar fram með sigurmarkið og fagnar eins og sönn hetja og rífur sig úr að ofan!
Lokaniðurstaða: 2-1 fyrir Njarðvík.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner