Sporting CP er búið að ná samkomulagi við spænska félagið Almería um kaupverð fyrir kólumbíska framherjann Luis Suárez.
Sporting endar á að borga 25 milljónir evra fyrir Suárez og heldur Almería 10% af endursöluvirðinu.
Suárez er hugsaður sem arftaki fyrir Viktor Gyökeres sem virðist vera á leið til Arsenal.
Suárez, sem á fimm landsleiki að baki fyrir Kólumbíu, var í miklu stuði með Almería á síðustu leiktíð.
Hann gerði sér lítið fyrir og kom að 39 mörkum í 43 leikjum en Almería tókst þrátt fyrir það ekki að klifra upp úr næstefstu deild á Spáni.
Fabrizio Romano er búinn að setja „here we go!" stimpilinn á skiptin.
Athugasemdir