Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 23:55
Ívan Guðjón Baldursson
Frá Wolves til FC Metz (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolves hafa ákveðið að senda miðjumanninn Boubacar Traoré aftur til FC Metz í Frakklandi á lánssamningi.

Traoré er 23 ára gamall og leikur sem varnarsinnaður miðjumaður. Úlfarnir keyptu hann frá Metz fyrir þremur árum síðan þegar hann kostaði um það bil 10 milljónir punda.

Traoré tókst aldrei festa sig í sessi í byrjunarliðinu. Hann vandist ekki hraðanum í enska boltanum eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í liði Metz í Frakklandi.

Traoré hefur spilað 38 leiki fyrir Wolves í heildina og er hann með fjóra landsleiki að baki fyrir Malí.

Miðjumaðurinn heldur aftur til Metz, í þetta sinn á eins árs lánssamningi. Hann er aðeins með tvö ár eftir af samningi sínum við Úlfana.


Athugasemdir
banner
banner