Leeds United, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, eru búnir að komast að samkomulagi við Lyon um kaup á aðalmarkverðinum þeirra.
Sá heitir Lucas Perri og er 27 ára gamall Brasilíumaður. Lyon keypti hann fyrir einu og hálfu ári síðan úr röðum systurfélags síns Botafogo.
Leeds borgar rúmlega 15 milljónir punda til að kaupa Perri sem er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir fjögurra ára samningi hjá félaginu.
Perri mun berjast við Illan Meslier um markmannsstöðuna hjá Leeds.
Perri fer í læknisskoðun í Þýskalandi og tekur þátt í æfingaferð Leeds um landið.
Til gamans má geta að í janúar 2019 var Perri lánaður til Crystal Palace í hálft ár, en fékk ekki að spreyta sig með liðinu.
Athugasemdir