
Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, var hress eftir 2-0 sigur gegn Þór/KA í Bestu deildinni.
Donni þjálfar Tindastól og komust lærlingar hans í tveggja marka forystu snemma leiks. Sauðkrækingar gerðu mjög vel að halda í forystuna út leikinn svo lokatölur urðu 2-0.
Sögulegur sigur fyrir Tindastól sem hefur aldrei áður lagt Þór/KA að velli í keppnisleik í meistaraflokki kvenna.
„Ég er alsæll. Við spiluðum ekkert sérstaklega skemmtilegan fótbolta í dag en baráttan, dugnaðurinn og vinnusemin voru bara það besta sem ég hef nokkurn tímann séð held ég," sagði Donni stoltur eftir sigurinn.
„Þær gerðu mistök í þessum mörkum og við refsuðum þeim harkalega fyrir það. Við hefðum getað gert það oftar en heilt yfir þá gekk leikplanið upp og ég er mjög ánægður með það."
Donni talaði meðal annars um meiðsli í hópnum hjá TIndastóli svo liðið verður að ná sér í einn eða tvo leikmenn upp á að vera með nægilega góða breidd.
Athugasemdir