Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
banner
   fös 25. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úr Vogunum í Fjölni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Hinn 23 ára gamli Jón Kristinn Ingason mun leika á láni hjá Fjölni út tímabilið. Hann kemur til félagsins úr röðum Þróttar Vogum.

Jón Kristinn er framsækinn miðjumaður sem getur einnig leikið úti á kanti.

Hann er ekki með fast sæti í byrjunarliðinu og vill reyna fyrir sér á nýjum stað. Jón er til að mynda aðeins búinn að koma við sögu í fimm deildarleikjum í sumar.

Þróttur leikur í 2. deildinni og er í toppbaráttu þar. Jón Kristinn er sendur upp í Lengjudeildina til að hjálpa Fjölni í tilraun til að forðast fall. Fjölnir er í fallsæti sem stendur, einu stigi frá öruggu sæti eftir að hafa sigrað tvo af síðustu þremur leikjum sínum.

Jón Kristinn á 16 leiki að baki í næstefstu deild og 38 leiki í C-deild.
Athugasemdir
banner