Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
banner
   fös 25. júlí 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Atli fyrir toppslaginn: Eru þeir bestu á Íslandi og í raun ómetanlegir
Lengjudeildin
29 ára miðjumaður sem kom í ÍR frá Þór fyrir tímabilið í fyrra. Hann hefur skorað tvö mörk í fimmtán leikjum í sumar.
29 ára miðjumaður sem kom í ÍR frá Þór fyrir tímabilið í fyrra. Hann hefur skorað tvö mörk í fimmtán leikjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Atli er algjör lykilmaður í liði ÍR, spilað virkilega vel frá komu sinni í Breiðholtið.
Kristján Atli er algjör lykilmaður í liði ÍR, spilað virkilega vel frá komu sinni í Breiðholtið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppalinn í HK og hefur spilað víðsvegar um landið á sínum ferli.
Uppalinn í HK og hefur spilað víðsvegar um landið á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR tekur á móti Njarðvík í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á AutoCenter-vellinum í Breiðholti, heimavelli ÍR.

Topplið ÍR tekur á móti Njarðvík sem situr í 2. sæti, með stigi minna eftir 13 umferðir. Fótbolti.net ræddi við Kristján Atla Marteinsson, miðjumann ÍR, í aðdraganda leiksins.

Lestu um leikinn: ÍR 2 -  2 Njarðvík

Þurfa að verjast vel og vera duglegir
„Þessi leikur leggst gríðarlega vel í mig og allt liðið og við erum virkilega spenntir fyrir leiknum. Við mætum með mikið sjálfstraust í leikinn og klárir í slaginn og munum gefa allt í leikinn," segir Kristján Atli.

„Njarðvíkingar eru með flott lið og hafa staðið sig gríðarlega vel í sumar. Ég held að þeir séu vel spilandi og sókndjarfir þannig við þurfum að verjast vel og vera duglegir og vinnusamir til að stoppa þá en einnig að spila okkar leik og láta boltann ganga hratt á milli okkar og reyna setja nokkur mörk á þá."

Stórkostlegir stuðningsmenn
Hversu mikilvæg er öflug stemning?

„Okkar stórkostlegu stuðningsmenn, sem eru þeir bestu á Íslandi, eru okkur gríðarlega mikilvægir og í raun bara ómetanlegir. Þeir gefa okkur auka kraft inni á vellinum og eru okkar tólfti maður. Stemningin sem þeir búa til hjálpar okkur afar mikið."

Finnst liðið eiga nóg inni
ÍR er á toppnum með 28 stig eftir 13 leiki; átta sigra, fjögur jafntefli og eitt tap.

„Tímabilið til þessa hefur verið nokkuð gott en mér finnst við samt eiga nóg inni. Ég hef verið ánægður með liðsandann og karakterinn í okkur og ekki má gleyma hvað við verjumst vel og fáum lítið af mörkum á okkur."

Nákvæmlega ekkert áhyggjuefni
ÍR hefur tvo leiki í röð fengið á sig tvö mörk, en fyrir þá leiki hafði liðið einungis fengið á sig sex mörk allt tímabilið. Er það áhyggjuefni?

„Það er nákvæmlega ekkert áhyggjuefni þó að við höfum fengið á okkur tvö mörk í síðustu tveimur leikjum, ég tel að það hafi bara verið smá slys hjá okkur og að við séum búnir að læra af því og hvernig á að koma í veg fyrir það í framhaldinu," segir Kristján Atli.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
2.    Njarðvík 14 7 7 0 33 - 14 +19 28
3.    HK 14 8 3 3 26 - 15 +11 27
4.    Þróttur R. 14 7 4 3 26 - 22 +4 25
5.    Þór 14 7 3 4 32 - 22 +10 24
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
8.    Grindavík 14 4 2 8 29 - 40 -11 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 14 2 5 7 19 - 24 -5 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner