Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
banner
   fös 25. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon að kaupa yngri bróður Kluivert
Patrick Kluivert var hjá Barcelona í sex ár.
Patrick Kluivert var hjá Barcelona í sex ár.
Mynd: Ívan Guðjón Baldursson
Franska félagið Lyon er að ganga frá kaupum á Ruben Kluivert, yngri bróður Justin Kluivert kantmanni Bournemouth.

Bræðurnir eru hollenskir synir sóknarmannsins fræga Patrick Kluivert.

Ruben Kluivert er 24 ára miðvörður sem Lyon er að borga um 4 milljónir evra til að kaupa úr röðum Casa Pia í Portúgal.

Ruben gerir fimm ára samning við Lyon en hann hefur leikið fyrir Utrecht og Dordrecht á fótboltaferlinum.

Þeir eru fleiri Kluivert bræður sem spila fótbolta. Quincy Kluivert er elstur en hann leikur fyrir Zeeburgia á meðan Shane er yngstur og er partur af La Masia akademíunni í Barcelona.
Athugasemdir
banner