Sóknarmaðurinn Evan Ferguson fer af stað með hvelli hjá Roma en hann var lánaður til ítalska félagsins frá Brighton í vikunni. Ferguson er tvítugur og spilar fyrir írska landsliðið undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.
Hann var kominn með þrennu eftir 24 mínútur og endaði með því að skora fjögur mörk í 9-0 sigri Roma í æfingaleik gegn UniPomezia, liði sem er komið upp í D-deildina.
Þetta var annar undirbúningsleikur Roma undir stjórn nýja stjórans, Gian Piero Gasperini.
Síðasta tímabil var erfitt fyrir Ferguson, hann glímdi við meiðsli og náði sér svo ekki á strik og færðist aftar í goggunarröðinni hjá Brighton. Hann hafði aðeins skorað eitt mark í félagsliðabolta síðan í nóvember 2023 og ólíklegt var að hann fengi mikið að spila í upphafi nýs tímabils ef hann hefði verið áfram hjá Brighton.
Hann var kominn með þrennu eftir 24 mínútur og endaði með því að skora fjögur mörk í 9-0 sigri Roma í æfingaleik gegn UniPomezia, liði sem er komið upp í D-deildina.
Þetta var annar undirbúningsleikur Roma undir stjórn nýja stjórans, Gian Piero Gasperini.
Síðasta tímabil var erfitt fyrir Ferguson, hann glímdi við meiðsli og náði sér svo ekki á strik og færðist aftar í goggunarröðinni hjá Brighton. Hann hafði aðeins skorað eitt mark í félagsliðabolta síðan í nóvember 2023 og ólíklegt var að hann fengi mikið að spila í upphafi nýs tímabils ef hann hefði verið áfram hjá Brighton.
I gol del test di oggi contro l'UniPomezia ??????????
— AS Roma (@OfficialASRoma) July 24, 2025
Ferguson 4??????????????
?? https://t.co/VeQysWqJ4G#ASRoma pic.twitter.com/bnniF7WjkD
Athugasemdir