Raheem Sterling er ekki í áformum Enzo Maresca, stjóra Chelsea, og má fara frá félaginu.
Mörg félög hafa sýnt honum áhuga og Sky Sports greinir frá því að Fulham sé eitt af þeim félögum.
Mörg félög hafa sýnt honum áhuga og Sky Sports greinir frá því að Fulham sé eitt af þeim félögum.
Sky Sports greinir einnig frá því að Fulham muni hefja viðræður við Chelsea þar sem félagið vill fá miðjumanninn Kiernan Dewsbury-Halll.
Dewsbury-Hall gekk til liðs við Chelsea frá Leicester síðasta sumar en hann kom aðeins við sögu í 13 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann var samt sem áður eini leikmaður liðsins sem tók þátt í öllum leikjunum þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Sambandsdeildinni.
Félagið ætlar að einbeita sér að því að næla í Dewsbury-Hall og Reiss Nelson aftur á láni frá Arsenal áður en félagið snýr sér að Sterling. Nelson kom við sögu í 12 leikjum og skoraði tvö mörk þegar hann var á láni hjá Fulham á síðustu leiktíð.
Athugasemdir