Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak lagði upp í sigri gegn Leicester - Davíð Kristján í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Köln í dag þegar liðið mætti Leicester í æfingaleik í Austurríki.

Köln náði 2-0 forystu eftir rúmlega stundafjórðung. Luca Waldschmidt kom liðinu í 2-0 með góðu skoti fyrir utan teiginn eftir sendingu frá Ísak.

Kasey McAteer minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Ísak spilaði fyrri hálfleikinn en Köln skoraði þriðja markið undir lok leiksins og vann því 3-1.

Cracovia er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í pólsku deildinni. Liðið fékk Termalica í dag í 2. umferð og vann 2-0. Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn.
Athugasemdir
banner