Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 13:01
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mörkin: Orri skoraði bæði mörk Sociedad í sigri í Japan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk Real Sociedad sem vann 2-1 sigur gegn Yokohama FC í æfingaleik í Japan.

Hann skoraði með skalla af stuttu færi eftir sextán mínútna leik og tvöfaldaði svo forystu spænska liðsins með marki af vítapunktinum á 42. mínútu.

Í lok leiksins náði Yokohama að minnka muninn en lengra komst liðið ekki.

Gott veganesti fyrir Orra inn í nýtt tímabil í La Liga.

Fyrra mark Orra:


Seinna mark Orra:

Athugasemdir
banner