Það fóru þrír leikir fram í 4. deildinni í gær þar sem tvö efstu liðin unnu þægilega á útivelli til að auka forystuna á toppinum.
Haukur Ásberg Hilmarsson skoraði tvennu í stórsigri KH í Hveragerði á meðan Carlos Magnús Rabelo setti tvö í sigri KÁ á Álftanesi.
KÁ trónir þar með á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 12 umferðir, tveimur stigum á undan KH. Næstu lið þar á eftir eru með 20 stig eftir að hafa gert jafntefli fyrr í vikunni.
Hafnir eru þá aftur á sigurbraut eftir góðan sigur gegn Kríu. Hafnir eru fimm stigum frá fallsæti eftir sigurinn, tveimur stigum fyrir ofan Kríu.
Fjögur rauð spjöld fóru á loft í þessum þremur leikjum.
Að lokum tókst BF 108 að stöðva magnaða sigurgöngu KFR í 5. deildinni. BF vann 4-2 á heimavelli og er þetta aðeins annar tapleikur Rangæinga á deildartímabilinu.
KFR er áfram á toppinum með 22 stig, en Boltafélagið er aðeins fimm stigum á eftir og með spennandi leik til góða gegn RB.
4. deild
Hamar 1 - 5 KH
0-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('20 )
0-2 Haukur Ásberg Hilmarsson ('35 )
0-3 Luis Carlos Cabrera Solys ('45 )
0-4 Kristófer André Kjeld Cardoso ('47 )
0-5 Patrik Írisarson Santos ('53 )
1-5 Hamdja Kamara ('83 )
Rautt spjald: Tomas Adrian Alassia, Hamar ('84)
Álftanes 1 - 4 KÁ
0-1 Bjarki Sigurjónsson ('15 )
0-2 Carlos Magnús Rabelo ('19 )
0-3 Carlos Magnús Rabelo ('25 )
1-3 Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson ('28 )
1-4 Nikola Dejan Djuric ('66 )
Rautt spjald: ,Gunnar Örvar Stefánsson , KÁ ('90)
Rautt spjaldMagnús Ársælsson , Álftanes ('90)
Kría 1 - 3 Hafnir
0-1 Kristófer Orri Magnússon ('7 )
0-2 Nadir Simon Moukhliss ('14 )
1-2 Tómas Helgi Snorrason ('34 )
1-3 Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson ('68 , Sjálfsmark)
Rautt spjald: Kolbeinn Ólafsson , Kría ('62)
5. deild - B-riðill
BF 108 4 - 2 KFR
0-1 Hákon Kári Einarsson ('5 )
1-1 Elías Muni Eyvindsson ('17 )
2-1 Ásgeir Lúðvíksson ('19 )
2-2 Stefán Bjarki Smárason ('51 )
3-2 Adrían Elí Þorvaldsson ('68 )
4-2 Baldur Bjarki Jóhannsson ('78 , Sjálfsmark)
Athugasemdir