Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Geta enn ekki skráð Olmo í hópinn sinn
Dani Olmo.
Dani Olmo.
Mynd: Barcelona
Barcelona hefur ekki enn náð að skrá Dani Olmo í leikmannahóp sinn og óvíst er hvort að hann geti spilað gegn Rayo Vallecano í næsta deildarleik.

Olmo gekk á dögunum í raðir Barcelona frá RB Leipzig í Þýskalandi. Kaupverðið er 55 milljónir evra sem getur hækkað um sjö milljónir til viðbótar með árangurstengdum greiðslum.

En Barcelona er í vandræðum þar sem félagið hefur ekki getað skráð hann í hópinn. Spænska úrvalsdeildin er með ákveðnar fjárhagsreglur og Barcelona, sem hefur glímt við mikil fjáhagsvandræði síðustu ár, þarf líklega að selja leikmenn svo hægt sé að skrá Olmo í hópinn.

Barcelona seldi Ilkay Gundogan til Manchester City en svo virðist sem fleiri leikmenn þurfi að fara.

„Ég er alltaf vongóður en ég vonaði líka fyrir síðasta leik," sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, um Olmo.

Barcelona þarf að flýta sér því félagaskiptaglugginn er að loka. Ef félaginu tekst ekki að skrá Olmo í hóp sinn áður en glugginn lokar, þá gæti hann þurft að bíða þangað til í janúar eftir fyrsta leiknum í La Liga eftir félagaskiptin.

Olmo, sem er 26 ára, var í mikilvægu hlutverki á EM í sumar þegar Spánn varð Evrópumeistari. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað á köntunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner