Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   mán 26. ágúst 2024 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María náði stórkostlegum áfanga
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen skoraði tvö í gær þegar Þór/KA gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki í 18. umferð Bestu deildar kvenna. Landsliðskonan magnaða er núna búin að skora 20 mörk í 18 leikjum í Bestu deild kvenna í sumar.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 að leikmaður í Bestu deild kvenna að leikmaður skorar 20 mörk eða meira, en þá gerði Harpa Þorsteinsdóttir 20 mörk fyrir Stjörnuna.

Þór/KA á enn eftir að spila fimm leiki en það gerðist síðast fyrir tíu árum að leikmaður fór yfir 20 mörk. Þá gerði Harpa 27 mörk í liði Stjörnunnar.

Það sem gerir afrekið enn merkilegra hjá Söndru Maríu er að hún er búin að skora gegn öllum liðum deildarinnar í sumar. Hún átti eftir að skora gegn Breiðabliki og Fylki í seinni umferðinni.

„Það er pínu pressa að ná að skora á móti Fylki," sagði Sandra María við Fótbolta.net á dögunum en henni tókst það auðvitað.
Athugasemdir
banner
banner