Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis horfði á fyrrum félaga sína í FH fagna Íslandsmeistaratitlinum í dag. 2-1 sigur FH á Fjölni tryggði þeim sigur í deildinni.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Fjölnir
„Ég er ánægður fyrir þeirra hönd. Auðvitað kannski eitthvað, en fyrst og fremst er ég ánægður fyrir hönd FH-inga. Þeir stóðu sig frábærlega í sumar og áttu þetta fyllilega skilið," sagði Óli Palli.
Eftir tapið er ljóst að Fjölnismenn ná ekki KR-ingum og því er Evrópudraumurinn farinn hjá félaginu á þessu tímabili.
„Við horfum bara á næsta ár. Við höfum staðið okkur vel í sumar. Við tökum næsta leik og höldum því skriði áfram sem við höfum verið á, á heimavelli. Við höfum einungis tapað gegn Íslandsmeisturunum þar. Við förum í síðasta leikinn til að vinna hann."
„Við stefnum upp á við. Fjölnir er stór klúbbur," sagði Ólafur Páll Snorrason að lokum.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir