Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   fim 26. september 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
16 ára markaskorari Rochdale: Fékk frí í skóla í gær en mætir í dag
Matheson fagnaði marki í gær.
Matheson fagnaði marki í gær.
Mynd: Getty Images
Rochdale gerði mjög vel á Old Trafford í gærkvöldi og náði að komast í vítaspyrnukeppni en þar sigraði Manchester United.

Mason Greenwood kom Manchester United yfir en um átta mínútum seinna jafnaði Luke Matheson leikinn.

Matheson er sextán ára gamall og átti að mæta í skólann í gær en fékk frí.

„Ég hefði átt að fara í skólann í dag en fékk frí. Ég mæti á morgun til að vinna upp það sem ég missti af í dag. Framundan er sálfræði próf sem ég get ekki beðið eftir. Ég er ekki viss um að ég sofi í nótt," sagði Matheson en hann er fyrirmyndarnemandi.

„Hann er jafngóður nemandi og fótboltamaður. Aldur hans gleymist því við horfum á hann eins og alla hina," sagði Brian Barry-Murphy, stjóri Rochdale.

„Fótbolti er ekki sjálfsagður hlutur og maður veit ekki hvað getur gerst, ég vil vera með eitthvað í bakhöndinni ef eitthvað gerist," sagði Matheson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner