Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, virðist ekki hafa mikla trú á hægri bakverðinum Trent Alexander-Arnold.
                
                
                                    Leikmaðurinn er nefnilega ekki í leikmannahópi Englands gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.
Leikurinn í kvöld skiptir engu máli þar sem Englendingar eru nú þegar fallnir úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Það er samt sem áður mikilvægt fyrir liðið að taka sigur þar sem þetta er einn af síðustu undirbúningsleikjunum fyrir HM í Katar.
Ivan Toney, sóknarmaður Brentford, kemur inn í hópinn en Jarrod Bowen, Fikayo Tomori og James Ward-Prowse eru utan hóps líkt og Alexander-Arnold.
Southgate hefur einhvern veginn aldrei verið mikill aðdáandi Alexander-Arnold, en leikmaðurinn spilaði ekki eina mínútu gegn Ítalíu.
Það er mikil pressa farin að myndast á Southgate þar sem enska liðið verið að spila afar illa og leiðinlega upp á síðkastið.
Sjá einnig:
„Varnarlega er Alexander-Arnold í Championship-klassa"
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                