Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   þri 26. september 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Arda Guler þarf að bíða lengur eftir fyrsta leik sínum fyrir Real Madrid
Guler á æfingu hjá Real Madrid.
Guler á æfingu hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Það verður lengri bið eftir því að ungstirnið Arda Guler leikur sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid. Bakslag urðu í endurkomu hans á æfingasvæðinu í morgun.

Þessi átján ára leikmaður fór í aðgerð vegna hnémeiðsla í sumar en mætti aftur til æfinga á föstudaginn. Eftir vöðvameiðsli sem hann hlaut eru enn um þrjár vikur í hann.

Relevo segir að nýju meiðslin tengist þó ekkert hnémeiðslunum sem hann hlaut í sumar.

Hans fyrsti leikur fyrir Real Madrid verður mögulega útileikur gegn Sevilla eftir næsta landsleikjaglugga, þann 22. október.

Guler er tyrkneskur sóknarmiðjumaður en Real Madrid fékk hann til sín í sumar eftir að hafa virkjað riftunarákvæði í samningi hans við Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner