Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
banner
   fös 26. september 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Busquets að leggja skóna á hilluna
Mynd: EPA
Sergio Busquets, leikmaður Inter Miami, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu í Bandaríkjunum lýkur.

Busquets er 37 ára gamall spænskur miðjumaður en hann hefur átt ansi farsælan feril.

Hann tilkynnti það á samfélagsmiðlum í nótt að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu í Bandaríkjunum lýkur.

Hann spilaði á sínum tíma 722 leiki fyrir Barcelona og vann níu deildartitla og vann Meistaradeildina þrisvar sinnum. Hann spilaði 143 landsleiki og vann HM árið 2010 með spænska landsliðinu.

Hann gekk til liðs við Inter Miami árið 2023 og hefur unnið bikarinn og deildarmeistaratitil.

„Þetta hefur verið frábært ferðalag. Það er kominn tími til að kveðja ferilinn. Þetta hafa verið nánast 20 ár af því að njóta sögunnar sem mig dreymdi alltaf um. Þetta eru síðustu mánuðirnir mínir á vellinum. Ég hætti glaður, uppfylltur og siðast en ekki sýst þakklátur. Takk kærlega fyrir mig, sjáumst síðar," sagði Busquets.



Athugasemdir