Stuðningsmenn Aston Villa og Unai Emery gagnrýndu Morgan Rogers, leikmann liðsins, en liðið vann nauman sigur gegn Bologna í Evrópudeildinni í gær.
Rogers átti erfitt uppdráttar í leiknum og stuðningsmenn liðsins byrjuðu að fagna kaldhæðnislega hverri heppnaðri sendingu hjá honum undir lokin. Þrátt fyrir laka frammistöðu ákvað Emery að skipta honum ekki af velli.
Rogers átti erfitt uppdráttar í leiknum og stuðningsmenn liðsins byrjuðu að fagna kaldhæðnislega hverri heppnaðri sendingu hjá honum undir lokin. Þrátt fyrir laka frammistöðu ákvað Emery að skipta honum ekki af velli.
„Stuðningsfólkið verður að sýna tilfinningar. Við verðum að sætta okkur við það, stundum klappa þau fyrir okkur og stundum ekki. Rogers er ungur og þarf reynslu, ég héllt honum inn á því ég vildi fá svar, hverniig hann sætti sig við þetta allt saman og hann gerði það," sagði Emery.
„Hann spilaði ekki vel og var ekki klínískur á síðasta þriðjungnum. Hann var að vinna fyrir liðið en var ekki klínískur. Hann þarf að læra af þessum leik."
Athugasemdir