
Ein óvæntustu úrslit í sögu HM komu í fyrstu umferðinni í Katar þegar Sádí Arabía lagði Argentínu 2-1. Argentína mætir Mexíkó í kvöld og gerir Lionel Scaloni þjálfari liðsins fimm breytingar.
Breytingarnar voru til umræðu í upphitun Rúv fyrir leikinn en Gunnar Birgisson var ekki alveg sannfærður um að þetta væri leiðin þar sem Argentína var mun betri aðilinn gegn Sádum en hann lét þjálfarann Arnar Gunnlaugsson um að segja sína skoðun.
„Maður veit ekki allar forsendur, kannski urðu einhverjir fyrir einhverju hnjaski. Svo eru allskonar tól og tæki til að meta ástand leikmanna, gæti verið að sumir séu ekki nægilega ferskir eftir leikinn, andleg og líkamleg þreyta," sagði Arnar.
„Sundum fær þjálfarinn eitthvað hugboð. Kannski talaði hann við Diego Maradona í nótt og fékk einhver skilaboð frá honum."