Spænska deildin, La Liga, hafði engan áhuga á því að birta myndband af marki enska sóknarmannsins Mason Greenwood á samfélagsmiðlum sínum í gær.
La Liga birtir reglulega myndefni úr leikjum deildarinnar og hefur það færst í aukanna upp á síðkastið.
Deildin var með reglulegar uppfærslur úr leikjunum á miðlum sínum og birti þau mörk sem voru skoruð eða alla vega öll nema flottasta markið.
Það gerði Mason Greenwood í 2-1 sigri Getafe á Almería. Sá átti þrumuskot fyrir utan teig sem söng efst í vinstra horninu, en það er eins og það hafi verið myrkvun á samfélagsmiðlum þeirra þegar það mark var skorað.
Ekkert er minnst á markið á X né Instagram, en hin mörkin úr leiknum birtust á miðlunum. Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan, en gott er að benda á að aðgangurinn sem deilir því er ekki á vegum La Liga-deildarinnar, heldur aðeins upplýsingaveita hjá stuðningsmanni deildarinnar.
What an outrageous goal from Mason Greenwood to tie the game at 1-1 for Getafe against Almeria. ??????????????????????????????pic.twitter.com/6XXoEFYR0A
— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) November 25, 2023
Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United, en þau félagaskipti voru harðlega gagnrýnd femínistasamtökum og góðgerðarsamtökum sem styðja þolendur heimilisofbeldis.
Englendingurinn var handtekinn í byrjun síðasta árs eftir að kærasta hans, Harriet Robson, birti myndir af áverkum sem hún sagði vera af hendi Greenwood auk þess sem hún deildi hljóðupptöku þar sem hann reynir að þvinga hana til samræðis.
Greenwood var kærður en málið var látið niður falla í febrúar á þessu ári. Manchester United íhugað að taka hann inn í hópinn fyrir þessa leiktíð, en hætti við á síðustu stundu eftir að áætlanir félagsins láku í fjölmiðla. Neikvæð viðbrögð almennings varð til þess að United sendi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að Greenwood myndi ekki snúa aftur á völlinn með liðinu og var hann því lánaður til Spánar.
Athugasemdir