Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 26. nóvember 2023 17:22
Brynjar Ingi Erluson
Postecoglou: Snýst ekki bara um sigra og töp
Ange Postecoglou
Ange Postecoglou
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var vonsvikinn með 2-1 tapið gegn Aston Villa í dag, en hæstánægður með frammistöðuna í heild sinni.

Tottenham spilaði frábæran sóknarbolta og verðskuldaði að minnsta kosti stig úr leiknum.

Heung-Min Son kom boltanum þrisvar í netið en öll dæmd af vegna rangstöðu.

Þetta var þriðja tap Tottenham í röð en Postecoglou hrósaði strákunum sínum eftir leik.

„Ég er vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmanna og leikmanna því þeir voru magnaðir í dag. Fótboltinn sem við spiluðum var góður og hefur verið allt tímabilið.“

„Eina sem maður getur beðið um er að þessir strákar gefi allt sitt, þannig það er enginn pirringur, bara vonbrigði að þeir hafi ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“


Rodrigo Bentancur fór meiddur af velli í fyrri hálfleiks eftir háskalega tæklingu Matty Cash.

„Ég er vonsvikinn fyrir hans hönd því mér fannst tæklingin ekki góð. Þetta er það sem við erum að ganga í gegnum í augnablikinu en ef við höldum áfram að spila svona þá munum við komast í gegnum þetta.“

Tottenham-goðsögnin Terry Venables lést í dag, 80 ára að aldri, en Postecoglou segir hann fullkomið dæmi um það sem Tottenham stendur fyrir.

„Hann er besta lýsingin á því hvað þetta félag stendur fyrir. Þetta snýst ekki bara um sigra og töp heldur hvernig þú berð þig og nálgast leikinn,“ sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner
banner
banner