Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 26. nóvember 2023 16:42
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu Garnacho skora flottasta mark tímabilsins - „Orðlaus“
Mynd: Getty Images
Argentínski táningurinn Alejandro Garnacho var rétt í þessu að skora eitt flottasta mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Það tók Manchester United aðeins tæpar þrjár mínútur að komast í forystu gegn Everton og var það þökk sé algeru draumamarki frá Garnacho.

Diogo Dalot kom með fyrirgjöfina frá hægri og kastaði Garnacho sér upp í loftið og smellti honum í samskeytin hægra megin úr bakfallsspyrnu.

Ótrúlegt mark hjá Garnacho og klárlega mark tímabilsins til þessa. Hann fagnaði því að hætti Cristiano Ronaldo, sem er jú átrúnaðargoð hans.




Athugasemdir
banner
banner
banner