Liverpool er í frjálsu falli eftir að hafa unnið Englandsmeistaratitilinn í vor, en liðið tapaði níunda leik sínum á þessu tímabili og farið að hitna verulega undir Arne Slot, stjóra félagsins.
Englandsmeistararnir töpuðu fyrir PSV, 4-1, á Anfield í kvöld, eftir arfaslaka frammistöðu.
Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem Liverpool tapar með þriggja marka mun eða meira. Það tapaði 3-0 gegn bæði Manchester City og Nottingham Forest og bætti PSV ofan á áhyggjur Liverpool-manna í kvöld.
Opta greinir frá því að þetta sé í fyrsta sinn síðan 1953 þar sem Liverpool tapar þremur leikjum í röð með þriggja marka mun eða meira.
Liverpool hefur tapað níu af síðustu tólf keppnisleikjum sínum en það hefur einmitt ekki gerst síðan tímabilið 1953-1954, sem er eitt versta tímabil í sögu félagsins. Það féll niður um deild og spurning hvort leikurinn muni endurtaka sig, en það er þó erfitt að sjá það miðað við gæði leikmannahópsins.
PSV er þá aðeins annað liðið í sögunni til að skora fjögur mörk eða fleiri gegn Liverpool á Anfield á eftir Real Madrid sem náði sama afreki í febrúar fyrir tveimur árum en þá skoraði spænska liðið fimm mörk.
3 - Liverpool have lost three consecutive games in all competitions by a margin of 3+ goals for the first time since December 1953. Alarming. pic.twitter.com/OlsbDHMwQG
— OptaJoe (@OptaJoe) November 26, 2025
Athugasemdir




